ELLIÐAÁRBRÝR
Elliðaárbrýr, Reykjavík
Markmiðið er fjölbreytilegt samspil milli manngerðra stíga og brúa og landslagsins til að skapa eftirsóknarvert umhverfi og hvetja þannig til aukinnar útivistar, göngu og hjólreiða. Áin er hér sú náttúrulega þungamiðja sem gefur tóninn. Mjúkar línur; aflíðandi halli og ávalar beygjur skapa umferðinni örugga og þægilega umgjörð. Brýrnar eru skýrt skilgreindar í rýminu, vel sýnilegar og eiga sér augljóst upphaf, miðju og endi. Að mati tillöguhöfunda er grundvallaratriði að brýrnar hafi ekki truflandi áhrif á hughrif af landslaginu, heldur bjóði upp á ný tækifæri til upplifunar og uppgötvunar.Formið er niðurstaða sameiningar á skúlptúrískri hönnun og framsækinnar burðarþols- og hagkvæmishugsunar.Brýrnar tvær eru hvorki hafðar í sömu hæð né stefnu og þær eru auk þess mislangar. Þar af leiðandi verður upplifunin af þeim eins og af litla og stóra bróður; svipmótið áþekkt en nógu ólíkt til að brydda stöðugt upp á einhverju nýju fyrir augu vegafarenda.